Skip to main content

Global ReLeaf styrkur

Með júní 21, 2011febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands, í samvinnu við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar og Alcoa á Íslandi, fékk styrk úr Global ReLeaf verkefninu, sem er samvinnuverkefni American Forests og Alcoa Foundation.  Sótt var um fjármagn til gróðursetningar trjáplantna á Reyðafirði og í Vinaskógi.  Var hugsunin þar á bak við að gefa starfsfólki Alcoa á báðum stöðvum fyrirtækisins hér á landi tækifæri til að taka þátt í gróðursetningu.  Fyrirhugað er að setja niður um 12.000 plöntur.