Skip to main content

Grænni skógar fá Starfsmenntaverðlaunin 2010

Með 9. desember, 2010febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Starfsmenntaverðlaunin voru veitt 8. desember, en þau eru veitt þeim aðilum sem vinna að framúrskarandi verkefnum í fræðslumálum og starfsmenntun.

Í flokki skóla og fræðslustofnana fékk Landbúnaðarháskólinn/Endurmenntun LbhÍ verðlaunin fyrir verkefnið Grænni skógar, sem er skógræktarnám ætlað fróðleiksfúsum skógarbændum og áhugasömum skógræktendum sem vilja auka þekkingu sína og ná betri árangri í skógrækt.

Auk Grænni skóga fengu Reykjavíkurborg, Starfsafl og Kaffitár verðlaun.

Skógræktarfélag  Íslands óskar Grænni skógum hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.