Skip to main content

Gróðursetning hjá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar

Með júní 14, 2014febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Laugardaginn 14. júní verður gróðursetningardagur Skógræktarfélags Borgarfjarðar í Reykholti. Mæting er við Höskuldargerði kl. 13 og er fólk vinsamlegast beðið um að hafa með sér gróðursetningarverkfæri (geyspur/stafi). Sett verður niður sitkagreni, blágreni, rússalerki og evrópulerki.

Að gróðursetningu lokinni verður boðið upp á grill.

Allir velkomnir – margar hendur vinna létt verk!