Skip to main content

Gróðursetningarferð í Seldal

Með september 23, 2009febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Laugardaginn kemur,þann 26. september, efnir Skógræktarfélag Hafnarfjarðar til gróðursetningarferðar í Seldal. Vegna þurrka var óvenju lítið gróðursett á útivistarsvæðum félagsins í sumar. Því óskar félagið nú eftir sjálfboðaliðum til gróðursetningar.

Við munum hittast kl. 10.00 í Seldal og gróðursetja fram til hádegis um það bil. Félagið mun bjóða upp á hressingu í hádeginu að verki loknu í bækistöðvum félagsins í Höfðaskógi. Plöntur og verkfæri verða á staðnum. Til að komast inn í Seldal er ekið niður að Hvaleyrarvatni og ekið áfram framhjá húsi bæjarins við vatnið og í suður yfir Seldalsháls.

Nánari upplýsingar eru veittar í símum félagsins: 555-6455 / 893-2855.

skhafn-grodursetningseldal
Haustlitir við Hvaleyrarvatn (Mynd: RF).