Skip to main content

Hátíðardagskrá á Reykjum í Ölfusi sumardaginn fyrsta

Með apríl 19, 2012febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum – Starfsstöð Landbúnaðarháskóla Íslands – á sumardaginn fyrsta, 19. apríl, kl. 10-18. Hægt er að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og pottaplöntusafnið, ýmsar veitingar, grænmeti, blóm og trjáplöntur verða til sölu og fara á sýningu í skólastjórabústaðnum.

Eftir hádegið er hátíðardagskrá þar sem afhent verða Garðyrkjuverðlaun LbhÍ, Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar og Umhverfisverðlaun Ölfuss.

Nánar má lesa um dagskrána á heimasíðu LbhÍ (hér).

X