Skip to main content

Haustganga um Hafnarfjörð

Með október 6, 2012febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Laugardaginn 6. október stendur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir göngu um bæinn.  Hist verður í Hellisgerði  kl. 10:00 og skoðuð trén í Gerðinu, en síðan rölt um bæinn og hugað að gróðri í nærliggjandi hverfum. Nokkur hávaxin tré verða hæðarmæld.

Leiðsögumenn verða starfsmenn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Gangan tekur um tvær klukkustundir.

Allir velkomnir!

Nánari upplýsingar fást í síma félagsins: 555-6455.

X