Skip to main content

Haustkransar á Elliðavatni

Með október 5, 2009febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Lærðu að binda þinn eigin haustkrans á útidyrahurðina eða stofuborðið úr reyniberjum, lyngi, mosa eða öðrum efnum!

Auður Árnadóttir blómaskreytir heldur námskeið á Elliðavatni í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur mánudaginn 5. október klukkan 19-22. Allir velkomnir! 

Verð: 5000 kr. Efni er innifalið en ef þátttakendur vilja koma með reyniber eða annað efni er það velkomið. Vinsamlega koma með litlar garðklippur ef þið eigið. Skráning hjá Ástu í síma 844-8588 eða astabardar(hjá)simnet.is.

haustkransar

X