Skip to main content

Heimsókn til Landgræðslu ríkisins

Með 24. júní, 2011febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Þann 22. júní  hélt stjórn Skógræktarfélags Íslands stjórnarfund í Gunnarsholti og kynnti sér starfsemi Landgræðslunnar. Starfsmenn stofnunarinnar, þeir Guðmundur Stefánsson sviðstjóri og Kjartan Már Benediktsson umsjónarmaður tóku á móti stjórnarmönnum og sögðu frá starfseminni.


Á myndinni má sjá stjórnarmenn ásamt starfsmönnum Landgræðslunnar skoða tilraunverkefni þar sem ræktaður er loðvíðir og umfeðmingur ásamt fleiri niturbindandi tegundum sem hjálpa víðinum að komast á legg.

stjornarfundur

Frá vinstri: Guðbrandur Brynjúlfsson, Magnús Gunnarsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Sigríður Heiðmundsdóttir, Gísli Eiríksson, Kjartan Már Benediktsson, Guðmundur Stefánsson og Páll Ingþór Kristinsson (Mynd: BJ).