Skip to main content

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með 7. desember, 2016febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn í Félagsheimili aldraðra, Gullsmára 13, miðvikudaginn 7. desember kl. 20.00.

Dagskrá:

1. Erindi: Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur og Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur flytja erindi sem þeir nefna „Útivistarskógur til fyrirmyndar“.

Útivistarskógar gegna mikilvægu og fjölþættu hlutverki í samfélagi okkar. Mikilvægi þeirra er ekki einungis bundið við það sem við sjáum í skóginum heldur kemur virði þeirra fram í mörgu öðru eins og í notkun þeirra og því hvaða aðgang almenningur hefur að þeim. Vinsældir útivistar í íslenskum skógum hefur aldrei verið meiri og daglega njóta hundruð manna útivistar í skógum landsins. Jón og Kristinn ætla að leiða hugann að útivistarskógum, fjölbreytileika þeirra og notkun.

2. Jólahappdrætti 10 jólatré frá Fossá

3. Önnur mál.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Skógræktarfélag Kópavogs.

skkop-jola