Skip to main content

Jólafundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með 10. desember, 2009febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Jólafundur Skógræktarfélag Kópavogs verður fimmtudaginn 10. desember kl. 20 í Safnaðarheimili Kópavogskirkju (nýja safnaðarheimilið á móti Gerðarsafni).

 

Dagskrá:

1. Félagið: Formaður segir frá því helsta í starfsemi Skógræktarfélagsins.
2. Fyrirlestur: Birki nemur land á Skeiðarársandi.

Fyrirlesarar: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Líffræðistofnun Háskóla Íslands og Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins.

3. Happdrætti – 10 jólatré frá Fossá í vinning.
4. Önnur mál.

Veitingar. Allir velkomnir.

Kynning/útdráttur fyrirlestursins:
Skeiðarársandur er líklega stærsti virki jökulsandur jarðar og í huga flestra er hann gróðurlítil sandauðn sem ár og jökulhlaup flæmast yfir. Hlutar hans eru nú í örri framvindu og birki hefur numið land á talsvert stóru svæði á ofanverðum sandinum. Þorri stofnsins virðist hafa vaxið upp eftir 1990. Rannsóknir á birkinu á Skeiðarársandi hófust árið 2004. Þá náði meðalhæð plantna hvergi 25 cm og innan við 3% stofnsins báru rekla, oftast aðeins örfáa á hverri plöntu. Sennilega hefur allt birkið þá verið fyrsta kynslóð landnema. Fjórum árum síðar hafði stofninn tekið stakkaskiptum. Hæð hæstu plöntu hafði hækkað um allt að hálfum metra, 14% plantnanna blómguðust sumarið 2008 og fræmyndun var miklu meiri. Hæstu tré á Skeiðarársandi hafa nú náð yfir 2 m hæð. Frægæði hafa hins vegar verið léleg, aðeins 0,6% af uppskeru ársins 2008 spíruðu en spírun fræja frá því í ár er heldur betri.