Skip to main content

Jólaskógurinn í Brynjudal lokar að sinni

Með 21. desember, 2009febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Nú um helgina komu síðustu hópar þessa árs í heimsókn í jólaskóginn í Brynjudal. Að þessu sinni viðraði ágætlega á gestina, þótt það væri nokkuð kalt, en gestirnir hituðu sig með göngu um skóginn í leit að rétta jólatrénu og flestir fengu sér kakó- eða kaffisopa að leit lokinni.

Skógræktarfélag Íslands þakkar öllum þeim sem sóttu sér tré í jólaskóginn í Brynjudal fyrir komuna og vonandi sjáum við sem flesta aftur að ári!

 brynjudalur-lokahelgi-1
Gestir í Brynjudal njóta útiverunnar og bálsins (Mynd: RF).

brynjudalur-lokahelgi-3
Jólasveinarnir vekja alltaf lukku hjá yngri kynslóðinni (Mynd: RF).

brynjudalur-lokahelgi-2
Depill móttökustjóri sinnir skyldustörfunum (Mynd: RF).