Skip to main content

Landgræðsla ríkisins: Orð í belg – Belgjurtir og notkun þeirra til landbóta

Með 31. mars, 2010febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Málþing í Gunnarsholti 8. apríl 2010

Belgjurtir eru áburðarverksmiður náttúrunnar. Örverur sem lifa í sambýli við þær binda nitur og leysa fosfór úr jarðvegi og auka þannig frjósemi landsins. Áburðarverðshækkanir síðustu ára hafa aukið áhuga manna á að nýta belgjurtir meira í ræktun og spara þannig áburð.

Þingið er öllum opið og ekkert þátttökugjald. Fundarstjóri er Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LBHÍ.

Dagskrá:
10:00-10:10 Setning
-Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri
10:10-10:35 Belgjurtir á Íslandi
– Halldór Sverrisson, lektor, LBHÍ
10:35-11:00 Kleinukaffi
11:00-11:20 Þýðing belgjurta í ræktun á heimsvísu
– Áslaug Helgadóttir, prófessor, LBHÍ
11:20-11:40 Starf og niðurstaða lúpínunefndar
– Sigurður H. Magnússon, sérfræðingur, NÍ
11:40-12:00 Umræður
12:00-13:00 Léttur hádegisverður
13:00-13:40 Belgjurtir til landbóta
Magnús H. Jóhannsson, sérfræðingur, Lr.
13:40-14:10 Niturbinding og niturflutningur
– Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor, LBHÍ
14:10-14:30 Belgjurtir að handan
– Kristín Svavarsdóttir, sérfræðingur, Lr.
14:30-14:50 Hugleiðingar um notkun belgjurta til landbóta
– Samson B. Harðarson, lektor, LBHÍ
14:50-16:00 Umræður, samantekt og fundarslit


Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 6. apríl, á netfangið:
jon.ragnar.bjornsson (hjá) land.is