Skip to main content

Landsýn: Vísindaþing landbúnaðarins

Með 8. mars, 2013febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Ráðstefnan Landsýn – Vísindaþing landbúnaðarins verður haldin í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri föstudaginn 8. mars 2013, kl. 9:30 til 17:00. Að Landsýn standa eftirfarandi stofnanir: Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins, Matvælarannsóknir Íslands, Skógrækt ríkisins og Veiðimálastofnun.

LANDSÝN 2013 skiptist í fjórar málstofur auk veggspjaldakynningar:
A. Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, lífríki og ræktun; hvað hefur gerst og hvað getur gerst
B. Ástand og nýting afrétta
C. Fóður og fé
D. Sjálfbær ferðaþjónusta og heimaframleiðsla matvæla

Nánari upplýsingar um dagskrá, um skráningu á ráðstefnuna og fleira er að finna síðu ráðstefnunnar (hér).

Skráningarfrestur er til og með mánudeginum 4. mars.