Skip to main content

Landvernd: Hvað ógnar lífríki Þingvallavatns og náttúru þjóðgarðsins? Frestun til 24. janúar

Með 13. janúar, 2012febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Landvernd efnir til opins fundar um stjórnun þjóðgarðsins á Þingvöllum og álag á vistkerfi Þingvallavatns. Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu, þriðjudaginn 24. janúar kl. 12-13:30.

Sigrún Helgadóttir náttúrufræðingur flytur fyrirlestur undir heitinu ,,Þingvellir, alvöru þjóðgarður?“ og Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, flytur fyrirlesturinn ,,Þingvallavatn: Dýrmætt vistkerfi undir álagi“.

Í fyrirlestrunum verður leitað svara við ýmsum mikilvægum spurningum, m.a.: Hvernig þjóðgarður er á Þingvöllum? Er rétt að hann starfi undir stjórn þingmanna? Hvernig er staðið að verndun lífríkis og menningarminja? Hvaða áhrif hefur aukin umferð á tærleika og lífríki Þingvallavatns? En bústaðabyggðin? Hvað með Nesjavallavirkjun? Er þessi ,,helgistaður þjóðarinnar“ undir of miklu álagi?

Fundarstjóri er Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar. Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við Norræna húsið. Allir velkomnir.

Sjá nánar á heimasíðu Landverndar (hér).