Skip to main content

Líf í lundi laugardaginn 23. júní

Með 23. júní, 2018febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að. Markmið hans er að fá almenning til að heimsækja skóga landsins og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa skóga og náttúru landsins. Boðið verður upp á fjölmarga viðburði í skógum landsins um land allt á laugardeginum 23. júní. Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda, í samvinnu við aðrar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem Arion banki styður almennt við verkefnið.

Nánari upplýsingar um viðburði verður hægt að finna á Skógargátt-vefsíðunni – https://www.skogargatt.is/ og á Facebook-síðu Líf í lundi – https://www.facebook.com/lifilundi/, auk þess sem einstakir viðburðahaldarar verða með kynningu á sínum miðlum.

 

Viðburðir:

Ferðafélag Íslands: Skógarganga í Ferðafélagsreitnum í Heiðmörk kl. 10:30. Gönguferð og F.Í. ratleikurinn.

Garðyrkjufélag Íslands og Grasagarður Reykjavíkur: Fræðsluganga í Kálfamóa við Keldur kl. 13. Jóhann Pálsson segir frá gróðri og gróðurframvindu á svæðinu.

Skógræktarfélag Akraness: Skógardagur í Slögu. Tálgun, bakstur yfir eldi, axarkast og fleira.

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga: Skógardagur að Gunnfríðarstöðum kl. 14. Fræðsla, skógarganga, ketilkaffi og fleira.

Skógræktarfélag Austurlands, Skógræktin, Félag skógarbænda á Austurlandi og fleiri: Skógardagurinn mikli 2018 í Mörkinni, Hallormsstað kl. 12-16. Söngur, þrautir, tónlist, skógarhöggskeppni, skemmtiskokk, grill og fleira.

Skógræktarfélag Bíldudals: Skógardagur í Seljaskógi kl. 13. Skógarganga, listaverkagerð og skógarhressing.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar, Skógræktin og Félag skógarbænda á Vesturlandi: Skógardagur í Selskógi í Skorradal kl. 13-16. Skógarganga, tálgun, leikir, ketilkaffi og fleira.

Skógræktarfélag Djúpavogs: Samvera í Hálsaskógi kl. 19. Leikir, skógarskoðun, kaffi og lummur.

Skógræktarfélag Eyfirðinga, Skógræktin, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Sólskógar og Akureyrarbær: Skógardagur Norðurlands kl. 14-17. Skógarganga, skúlptúragerð með keðjusög, flautugerð, tálgun, leikir, skógarkaffi og með því.

Skógræktarfélag Garðabæjar og Skógræktarfélag Íslands: Fullveldisgróðursetning í Sandahlíð kl. 14-16. Hægt að mæta hvenær sem er og prófa að gróðursetja.

Skógræktarfélag Grindavíkur: Skógardagur í Selskógi kl. 10-12. Fróðleikur, tálgað í tré og brauð á teini.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og Íshestar: Fjölskyldudagur í Höfðaskógi kl. 14-17. Skógarganga, ratleikur og hressing, yngri kynslóðin fær að prófa að fara á hestbak.

Skógræktarfélag Kópavogs: Gróðursetning aldingarðs í Guðmundarlundi kl. 16. Fræðsla um ræktun aldintrjáa og berjarunna, grill og gleði.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar: Skógardagur í Meltúnsreit kl. 11-13. Ketilbjölluæfingar, axarkast, leikir, eldað yfir eldi og fleira.

Skógræktarfélag Reykjavíkur og Ásatrúarfélagið: Skógarblót í Öskjuhlíð kl. 21. Auk blóts gefst gestum tækifæri til að kíkja á hof Ásatrúarfélagsins, sem er í byggingu.

Skógræktarfélag Skilmannahrepps: Skógarganga í Álfholtsskógi kl. 13-15. Fræðsla, kaffi og með því.

Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga: Skógardagur í Fossselsskógi kl. 13. Fræðsla og þrautir fyrir börnin.

Skógræktarfélagið Landbót: Skógardagur í skógarlundi í Vopnafirði, utan og ofan við Lónin. Ratleikur, skógarfræðsla og fleira.

Skógræktarfélagið Skógfell: Ganga að Háabjalla kl. 13. Gengið frá leikskólanum. Grillað brauð og útivera.