Skip to main content

Maður skógarins – áhugavert myndband

Með janúar 20, 2010febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Árið 1992 var bókin Maður skógarins (L’homme qui plantait des arbres – Maðurinn sem plantaði trjám), eftir Jean Giono, gefin út í íslenskri þýðingu og rann hluti söluandvirðis hennar til skógræktar og landgræðslu. Er bókin skrýdd með fallegum tréristum.

Sagan segir frá fjárhirðinum (og síðar býflugnabóndanum) Elzéard Bouffier, sem einn síns liðs plantar trjám og endurheimtir skóg í dalverpi nokkru í Provence, í upphafi 20. aldar. Hefur sagan verið þýdd á fjölda tungumála.

Áhugaverða stuttmynd eftir sögunni má skoða á vefnum (hér) með ensku tali (myndin er um 30 mínútur á lengd). Fyrir þá sem vilja kynna sér söguna á íslensku á Skógræktarfélag Íslands enn til eintök af bókinni til sölu.

madurskogarins
Maðurinn sem plantaði trjám (úr bókinni Maður skógarins).

X