Skip to main content

MAROKKÓ 2022

Skógræktarfélag Íslands hefur um áratugaskeið staðið fyrir fræðsluferðum á erlenda grundu til að fræðast um tré, skóga, náttúru og menningu mismunandi landa. Árið 2020 var röðin komin að Marokkó, en ákveðið var að fresta ferðinni, vegna óvissuástands í kringum COVID-19. Ferðin verður því farin dagana 5.-16. október 2022.

Marokkó er spennandi land að heimsækja því það er fjölbreytt og margt að gerast þegar kemur að trjá- og skógrækt, þótt það sé minna þekkt en matarhefðir eða byggingalist landsins.

Farið verður víða um landið, frá Rabat þar sem „Tyrkirnir“ skildu eftir marga sem þeir rændu frá Íslandi, til Ifrane í Mið-Atlasfjöllunum þar sem hlúð er vel að sedrusskógi, svo suður á jaðar Sahara þar sem pálmalundir mynda einstakt og sérlega viðkvæmt vistkerfi og loks að strönd Atlantshafsins þar sem er að finna eina vaxtarstað argan-trésins í heiminum en úr því er unnin hin verðmæta argan olía. Þessi þrjú vistkerfi, sem einkenna suðurhluta Marokkó, eru okkur framandi og skógfræðingar eða aðrir fræðimenn munu gefa okkur innsýn í viðhald þeirra, erfiðleika, árangursríkar herferðir, ógnir og ávinninga – að ógleymdum samfélagslegum áhrifum.

Einnig verða að sjálfsögðu skoðaðir ýmsir áhugaverðir menningarstaðir – komið við í Marrakech, sjávarborginni Essaouira frá tíma Portúgala, verslunarstöðunum Erfoud og Ait Benhaddou.

Fararstjóri verður Dominique Plédel Jónsson og hópstjóri fyrir hönd Skógræktarfélags Íslands verður Brynjólfur Jónsson.

Ferðalýsing og nánari upplýsingar (.pdf)