Skip to main content

Námskeið í kransagerð úr náttúrulegum efniviði

Með 5. nóvember, 2016febrúar 13th, 2019Fræðsla

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir námskeiði í kransagerð úr náttúrulegum efniviði laugardaginn 5. nóvember kl. 10:00-15:30. Námskeiðið fer fram að Elliðavatni.

Sýnikennsla verður í gerð kransa (haust-, jóla-, köngla-, greni- og greinakransa) með náttúrulegt efni úr íslenskri náttúru og íslenskum skógum. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að binda sína eigin kransa.

Skógræktarfélagið mun útvega greinar af furu, birki og víði, en þátttakendur mega gjarnan taka með náttúrulegt skreytingarefni, t.d. greinar, köngla, mosa, hálmkransa og þess háttar. Ef vel viðrar og tími gefst til verður farin stutt gönguferð til efnisleitar í skóginum. Gott að taka með sér vinnuhanska, greinaklippur, skæri, vírklippur, og körfu. Hægt verður að kaupa hálmkransa og annað skreytingarefni á staðnum.

Kennari: Kristján Ingi Jónsson blómaskreytir
Verð: 7.500 kr. Innifalið í verði er kaffi og meðlæti og súpa í hádegismat.
Hámarksfjöldi: 20 manns.

Skráning (fyrir 3. nóvember) og nánari upplýsingar hjá: Else Möller, else.akur@gmail.com, s. 867-0527 Sævar Hreiðarsson, Skógræktarfélagi Reykjavíkur, saevar@heidmork.is, s. 893-2655.

skrvk-skreytinganamskeid