Skip to main content

Nýr samningur: IKEA á Íslandi styrkir útnefningu Tré ársins

Með 12. september, 2018febrúar 13th, 2019Skógræktarverkefni

Þriðjudaginn 11. september var undirritaður samningur IKEA á Íslandi og Skógræktarfélags Íslands um stuðning IKEA við útnefningu Trés ársins. Voru það Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands og Guðný Camilla Aradóttir, umhverfisfulltrúi IKEA á Íslandi, sem undirrituðu samninginn, sem gildir til tveggja ára.

Er stuðningur IKEA við útnefninguna í samræmi við umhverfisstefnu fyrirtækisins, en IKEA hefur lagt mikla vinnu í að hafa umhverfisvernd til hliðsjónar í starfsemi sinni.

Skógræktarfélag Íslands útnefnir á hverju ári eitt tiltekið tré sem Tré ársins og er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land.

ta-undirskrift

Guðný Camilla Aradóttir, umhverfisfulltrúi IKEA á Íslandi og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, við undirskrift samningsins (Mynd: BJ).