Skip to main content

Opið hús skógræktarfélaganna: Fræðsluferð til Skotlands

Með október 18, 2012febrúar 13th, 2019Fræðsla

Opið hús skógræktarfélaganna að hausti verður fimmtudagskvöldið 18. október  og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.   Sagt verður í máli og myndum frá skógarferð til Skotlands, sem Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir haustið 2011.  Ferðasagan verður rakin og fjallað um skóg- og trjárækt í Skotlandi. Aðal skipuleggjandi ferðarinnar, skógfræðingurinn og Íslandsvinurinn Alexander Robertson, kemur til landsins deginum áður og eigum við von á því að hann mæti.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

X