Skip to main content

Opið hús skógræktarfélaganna – Nýja-Sjáland

Með febrúar 23, 2010febrúar 13th, 2019Fræðsla

Annað Opna hús ársins 2010 verður þriðjudagskvöldið 23. febrúar og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Einar Sæmundsen, upplýsingafulltrúi Þingvallaþjóðgarðs og Herdís Friðriksdóttir skógfræðingur, munu segja í máli og myndum frá ferð sinni til Nýja-Sjálands, en þau ferðuðust í tvo mánuði um landið, þegar Einar var að kynna sér starfsemi þjóðgarða þar.  

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-nz
(Mynd: Herdís Friðriksdóttir).

X