Opið hús skógræktarfélaganna – Rannsókn á virði Heiðmerkur

Með mars 9, 2010febrúar 13th, 2019Fræðsla

Þriðja Opna hús ársins 2010 verður þriðjudagskvöldið 9. mars og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Daði Már Kristófersson, lektor í náttúruauðlindahagfræði hjá Háskóla Íslands, mun segja frá rannsókn sem gerð var á virði Heiðmerkur, en rannsóknin laut að mati á þeirri þjónustu sem vistkerfi veita samfélaginu. Notaðar voru mismunandi hagrænar aðferðir við að meta einstaka þjónustuþættir Heiðmerkur, en Heiðmörk er allt í senn, vatnsverndarsvæði, fjölbreytt útivistarsvæði og  vöxtulegt skóglendi.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-virdiheidmerkur
Hluti Heiðmerkur nú í febrúar (Mynd: BJ).