Skip to main content

Opið hús skógræktarfélaganna – Skógarferð til Færeyja

Með október 7, 2010febrúar 13th, 2019Fræðsla

Opið hús skógræktarfélaganna að hausti verður fimmtudagskvöldið 7. október  og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Sagt verður í máli og myndum frá skógarferð til Færeyja, sem Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir nú í haust.  Ferðasagan verður rakin og fjallað um skóg- og trjárækt í Færeyjum.  Upplagt tækifæri til að kynnast minna þekktri hlið á eyjunum!

Skógræktarfélagið hefur um árabil staðið fyrir vinsælum kynnisferðum til annarra landa. Þetta hafa verið fjölsóttar ferðir, þar sem leið ferðalanga liggur oft um óhefðbundnar slóðir, fela í sér mikla náttúruskoðun og góða leiðsögn.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-fo
Skógarreiturinn Úti í Gröv (Mynd: RF).

X