Skip to main content

Opið hús skógræktarfélaganna – Úr skógrækt í ávaxtarækt

Með mars 30, 2011febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Fyrsta Opna hús ársins 2011 verður miðvikudagskvöldið 30. mars og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands,  mun fjalla um ræktun ávaxtatrjáa, út frá eigin reynslu og annarra sem eru að rækta ávaxtatré sér til gagns og gamans, en mikill áhugi virðist vera á slíkri ræktun nú um stundir. Þess má geta að Garðyrkjufélag Íslands undirritaði nýverið samning við Landbúnaðarháskóla Íslands um þróunarverkefni í ræktun ávaxtatrjáa hérlendis.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-1

Girnileg íslensk epli (Mynd: RF).

X