Skip to main content

Óskað eftir erindum og veggspjöldum á Fagráðstefnu skógræktar 2019

Með 29. nóvember, 2018febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2019 verður haldin á Hallormsstað 3.-4. apríl. Landnotkun og loftslagsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni.

Ráðstefnan er að haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landgræðslu ríkisins, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands.

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál. Upphafserindi heldur Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, og erindi tileinkuð yfirskriftinni verða uppistaðan í dagskránni fyrri daginn.

Erindi og veggspjöld óskast. Óskað er eftir erindum og veggspjöldum til kynningar á rannsóknum sem tengjast landnýtingu, loftslagsmálum, skógum, skógrækt eða skyldum málaflokkum og er skilafrestur er til 15. janúar 2019.

Sjá nánar á heimasíðu Skógræktarinnar: https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/frettir/oskad-eftir-erindum-og-veggspjoldum-a-fagradstefnu