Skip to main content

Ráðstefna um áhrif loftslagsbreytinga á skógrækt á norðurslóðum

Með 17. september, 2013febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

NordgenSkog og Skógrækt ríkisins standa fyrir ráðstefnu dagana 17. – 18. september á Hótel Hallormsstað. Á þessari tveggja daga ráðstefnu verður fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á skóga og skógrækt í N-Evrópu. Vísindamenn frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Íslandi fjalla um áhrif loftslagsbreytinga á val á tegundum og kvæmum, skipulag skógræktar, og ýmis vandamál í skógrækt. Einnig verður fjallað mögulegar breytingar á skógavistkerfum og ný tækifæri í skógrækt, ásamt langtíma loftslagshorfum.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu Skógræktar ríkisins – www.skogur.is