Sala á jólatrjám hjá skógræktarfélögum helgina 14.-15. desember

Með desember 12, 2013febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélög víða um land selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem taka á móti fólki í skóginn helgina 14.-15. desember eru:

Skógræktarfélag Austurlands er með jólatrjáasölu í Eyjólfsstaðaskógi, báða dagana kl. 12-16.

Skógræktarfélag A-Skaftfellinga er með jólatrjáasölu í Haukafelli á Mýrum á sunnudaginn kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum í Grímsnesi, báða dagana kl. 10-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Grafarkoti í Stafholtstungum, í samvinnu við Björgunarsveitina Heiðar, kl. 12-16, báða dagana, í Einkunnum á laugardaginn kl. 12-16 í samvinnu við Björgunarsveitina Brák og í Reykholti á sunnudaginn kl. 11-16.

Skógræktarfélag Dýrafjarðar er með jólatrjáasölu á Söndum á sunnudaginn kl. 13-16.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandi á Þelamörk, báða dagana kl. 11-15.

Skógræktarfélag Garðabæjar er með jólatrjáasölu í Smalaholti á laugardaginn kl. 12-16.

Skógræktarfélag Grindavíkur er með jólatrjáasölu í Selskógi, báða dagana kl. 11-16.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Selinu, bækistöðvum félagsins og Þallar, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Opið báða dagana kl. 10-18.

Skógræktarfélag Ísafjarðar er með jólatrjáasölu í hlíðinni ofan við Bræðratungu (innan við Seljalandshverfi) á laugardaginn, kl. 13-16.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg. Opið kl. 10-16 um helgar, en kl. 12-16 virka daga.

Skógræktarfélagið Mörk verður með jólatrjáasölu í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, á sunnudaginn kl. 13-15.

Skógræktarfélag Rangæinga verður með jólatrjáasölu í Bolholtsskógi á sunnudaginn kl. 12-15.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni, opið báða dagana kl. 11-16. Jólaskógurinn í Hjalladal á Heiðmörk er opinn báða dagana kl. 11-16.

Skógræktarfélag Skagfirðinga er með jólatrjáasölu í Hólaskógi og skógarreitnum í Varmahlíð á sunnudaginn kl. 12-15.

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði báða dagana kl. 10:30-15.

Nánari upplýsingar á jólatrjáavef skógræktarfélaganna (hér).