Skip to main content

Sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

Með 14. september, 2013febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Laugardaginn 14. september er hinn árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Gróðursett verður í Vatnshlíðina norður af Hvaleyrarvatni í minningarlund um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson. Hafist verður handa kl. 10.00 og er áætlað að taka um tvær klukkustundir í þetta. Boðið verður upp á snarl að verki loknu. Öllum er velkomið að taka þátt -margar hendur vinna létt verk!

Mæting í Vatnshlíðina. Nánari upplýsingar í síma Skógræktarfélagsins 555-6455 eða 894-1268.