Skip to main content

Sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

Með september 13, 2014febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Hinn árlegi sjálfboðaliður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður laugardaginn 13. september kl. 10:00 – 12:00. Hist verður í Vatnshlíðinni norður af Hvaleyrarvatni. Þar er vegslóði ofan við Hvaleyravatnsveginn. Gróðursettur verður trjágróður til minningar um Hjálmar R. Bárðarson og Else Bárðarson.

Að gróðursetningu lokinni mun félagið bjóða upp á hressingu í bækistöðvum sínum við Kaldárselsveg (Þöll). Öll hjálp er vel þegin. Komið og takið þátt í góðra vina hópi.

Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268.