Skip to main content

Skeljungur nýr styrktaraðili að Opnum skógi

Með 18. maí, 2011febrúar 13th, 2019Skógræktarverkefni

Skógræktarfélag Íslands hefur nú gert samning við Skeljung um stuðning við verkefnið Opinn skóg. Undirrituðu Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands og Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, undir samninginn þriðjudaginn 17. maí.

Samstarfssamningurinn lýtur að víðtækum stuðningi við skógrækt vegna uppbyggingar á skógræktarsvæðum víðsvegar um land.  Markmið samningsins er að auka aðgengi og kynningu á skóglendum með markvissum hætti. Nú þegar hafa ellefu svæði verið opnuð undir hatti Opinna skóga og það tólfta verður opnað í sumar að Fossá í Hvalfirði.

Með samkomulaginu verður tryggð endurnýjun og viðhald eldri svæða Opinna skóga og unnið að því að opna ný svæði og gera þau að fyrirmyndar útivistar- og áningarstöðum. Meðal annars verður unnið að uppbyggingu ýmissa innviða, svo sem borða, bekkja, göngustíga, bílastæða o.fl., uppsetningu merkinga og upplýsingaskilta og almennrar umhirðu, svo sem grisjun.

samningurskeljungur

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, við undirskrift samningsins (Mynd: RF).

opinnskogur-yfirlit