Skip to main content

Skjótum rótum

Með 27. desember, 2018febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Björgunarsveitirnar bjóða nú upp á nýja leið til að styrkja við hið öfluga og mikilvæga sjálfboðastarf björgunarsveitanna. Fyrir þau sem vilja draga úr magni flugelda sem það kaupir, eða vill ekki kaupa flugelda, er hægt að kaupa Rótarskot, en hvert slíkt skot gefur af sér tré sem plantað er með stuðningi Skógræktarfélags Íslands á Hafnarsandi í Ölfusi, í svokallaðan Áramótaskóg Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Hugmyndin að þessum valkosti er komin frá Rakel Kristinsdóttur og kviknaði hún í kjölfar BS-ritgerðar hennar, Eldfimt efni, þar sem hún kannaði fjármögnun björgunarsveitanna með tilliti til skotelda.

Allur ágóðinn af sölu Rótarskotanna rennur til björgunarsveitanna og eru sölustaðir hjá björgunarsveitum um allt land. Kaupandi fær umslag með skrauttré til að sýna að viðkomandi hafi styrkt verkefnið. Verð er frá 3.990 krónur.

Sjá umfjöllun á mbl.is og dv.is og Facebook-síðu verkefnisins.