Skip to main content

Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar í Höfðaskógi

Með júlí 25, 2015febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í samstarfi við Íshesta, Vinnuskóla Hafnarfjarðar og Gróðrarstöðina Þöll, stendur fyrir skógar- og útivistardegi fjölskyldunnar í Höfðaskógi í Hafnarfirði, laugardaginn 25. júlí næst komandi.

Dagskrá:
Bænalundur, Höfðaskógi (skammt frá Þöll, Kaldárselsvegi)
• Kl. 14:00: Helgistund. Séra Kjartan Jónsson.
• Kl. 14:30: Ganga um Höfðaskóg og nágrenni með Jónatan Garðarssyni. Lagt af stað að lokinni helgistund. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund.

Íshestar, Sörlaskeiði 26
• Kl. 16:00 – 16:30: Börnum boðið á hestbak í gerðinu við bækistöðvar Íshesta, Sörlaskeiði 26.

Þöll/Skógræktarfélag Hafnarfjarðar við Kaldárselsveg
• Kl. 15:00: Þórður Marteinsson leikur ljúf lög á harmonikkuna á hlaðinu við Þöll.
• Gjörningar og leikir fyrir börnin í boði ÍTH.
• Skógargetraun fyrir börnin í Þöll. Vinningshafar kynntir kl. 16:30.
• Komið með á grillið. Heitt í kolunum á hlaðinu við Þöll.
• Heitt á könnunni.

Nánari upplýsingar í síma: 555-6455, 894-1268 (Steinar), skoghf.is