Skip to main content

Skógarganga hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar

Með 23. júní, 2011febrúar 13th, 2019Skógargöngur

\"hfj.jpg\"Þriðja skógarganga sumarsins verður farin fimmtudaginn 3. júlí kl. 20.00.

Safnast verður saman við Vatnsskarðsnámuna við Krýsvuíkurveg og gengið að Stóra-Skógarhvammi.

Þar hófst ræktun 1959 á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbæjar. Piltar í vinnuskólanum í Krýsuvík plöntuðu þar út tugþúsundum barrtrjáa undir stjórn Hauks Helgasonar á þremur sumrun. Síðan hefur aðeins tvisvar sinnum verið gróðursett í skógarreitinn sem fengið hefur að vaxa og dafna án mannlegrar aðkomu áratugum saman. Þarna var fyrir gamall birkiskógur sem hefur náð sér vel og er þetta eitt merkilegasta ræktunarsvæði bæjarins, utan alfaraleiðar en samt ótrúlega nærri þéttbýlinu.

Leiðsögumaður verður Jónatan Garðarsson varaformaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Gönguferðin er liður í skógargöngum um skógræktarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í tengslum við 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar.

Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.