Skip to main content

Skógarganga með Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélagi Hafnarfjarðar

Með september 30, 2010febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu næstkomandi fimmtudag 30. september kl. 19:30.

Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldársselsveg og þaðan verður gengið um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Við upphaf göngunnar flytur formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, Þóra Hrönn Njálsdóttir, stutt ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson, skógfræðingur, vera með leiðsögn um skóginn og flytja stutta hugleiðingu um gildi skógarins í eflingu lýðheilsu. Þá mun Sigurður Pálsson, rithöfundur, flytja frumort ljóð.

Gert er ráð fyrir að skógargangan taki um eina klukkustund og að göngu lokinni verður boðið upp á kaffi og meðlæti í húsakynnum Þallar.

Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, hvetja sem flesta til að taka þátt í göngunni og njóta útiveru í fallegu umhverfi skógarins.

krabbaganga

X