Skip to main content

Skógarstígur opnaður á Kántrýdögum

Með ágúst 17, 2012febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Dagana 17.-19. ágúst verða haldnir Kántrýdagar á Skagaströnd. Meðal fjölmargra viðburða á dagskrá er formleg opnun nýs skógarstíg hjá Skógræktarfélagi Skagastrandar. Er gönguleiðin um Hólaberg, skógarreit ofan við tjaldstæði á Hólatúni.

Fyrir þá sem vilja smella sér í gönguferð þá er formleg opnun föstudaginn 17. ágúst kl. 17:30.

Nánari upplýsingar um Kántrýdaga má sjá á heimasíðu Skagastrandar (hér).