Skip to main content

Skógræktarfélag Borgarfjarðar: Starfsdagur í Grímsstaðagirðingu

Með maí 5, 2012febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Borgarfjarðar stendur fyrir starfsdegi í Grímsstaðagirðingu laugardaginn 5. maí, kl. 10-14.  Fólk sem mætir er beðið að taka með sér verkfæri (klippur, sagir, o.þ.h.) auk nestis.

Akstursleiðbeiningar:
Frá Borgarnesi er ekinn Snæfellsnesvegur (vegur vestur á Mýrar og Snæfellsnes). Eftir um 8 km er beygt til hægri upp Grímsstaðaveg og eknir um 9 km. Á hægri hönd eru þá malarhaugar og slóð sem liggur að girðingunni. Slóðin er ekki greiðfær öllum bílum, en það eru aðeins um 500 m að reitnum og því auðvelt göngufæri.

Allir velkomnir.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar.

X