Skip to main content

Skógræktarfélag Garðabæjar: Skógarganga við Vífilsstaði

Með 12. júlí, 2011febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Í kvöld, þriðjudaginn 12. júlí, efnir Skógræktarfélag Garðabæjar til þriðju göngu sumarsins. Að þessu sinni verður gengið við Vífilsstaði. Skoðaðir verða helstu trjálundir við Vífilsstaðahælið og nágrenni þess í fylgd Arndísar Árnadóttur.

Gert er ráð fyrir ágætu veðri, hægum sunnanvindi og úrkomulausu.

Mæting er við bílastæðið hjá gamla fjósinu kl. 20:00.

Allir velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar.

skgbr-3ganga

Vífilsstaðir hér áður fyrr.