Skip to main content

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: afmæliskaffi

Með 5. nóvember, 2016febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er stofnað 25. október 1946 og fagnar því sjötíu ára afmæli í ár. Af því tilefni er félögum og velunnurum boðið til kaffisamsætis í Hafnarborg laugardaginn 5. nóvember kl. 15:00 – 17:00.

„Þó nokkrir Hafnfirðingar voru meðal stofnfélaga Skógræktarfélags Íslands þegar félagið var stofnað alþingishátíðarárið 1930. Enn fleiri bættust í hópinn á næstu árum enda fór áhugi á skógrækt vaxandi í bænum. Skógræktarfélag Íslands starfaði á þessum tíma sem samnefnari fyrir héraðsfélögin og um leið sem héraðsfélag fyrir skógræktarfólk í Reykjavík og Hafnarfirði. Þetta skipulag var þungt í vöfum og því var ákveðið haustið 1946 að breyta til og stofna sérstök héraðsfélög í Hafnarfirði og Reykjavík. Skógræktarfélag Íslands starfaði eftirleiðis sem sambandsfélag allra skógræktarfélaga í landinu. Þessi breyting átti sér stað með formlegum hætti þann 24. október 1946 og daginn eftir, 25. október, síðasta dag sumars, komu hafnfirskir skógræktarmenn saman til fundar og stofnuðu Skógræktarfélag Hafnarfjarðar“ (Lúðvík Geirsson, 1996, Græðum hraun og grýtta mela).