Skip to main content

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Sjálfboðaliðadagur

Með september 27, 2015febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Hinn árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður sunnudaginn næstkomandi, þann 27. september kl. 11.00 – 13.00. Gróðursett verður í Vatnshlíðarlund við Hvaleyrarvatn, en það er minningarlundur um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson. Mæting er í Vatnshlíð norðan við Hvaleyrarvatn, á hægri hönd þegar ekið er niður að Hvaleyrarvatni frá Kaldárselsvegi.

Boðið er upp á hressingu í Þöll að gróðursetningu lokinni. Allir velkomnir og öll hjálp vel þegin.

Þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast skógræktarfólki í bænum. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 (Þöll), 894-1268 (Steinar framkvæmdastjóri) eða 849-6846 (Árni skógarvörður). Plöntur og verkfæri á staðnum.

X