Skip to main content

Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðslufundur um ræktun trjáa og runna

Með 16. október, 2012febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðsluerindis í Menntaskólanum í Kópavogi þriðjudaginn 16. október kl. 19:30.

Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur flytur erindi um ræktun trjáa og runna.  Erindið nefnir hann “Rót vandans”.

Í erindi sínu mun Kristinn meðal annars fjalla um nokkra lykilþætti í ræktun, til að mynda jarðveg og jarðvegsgerð og þær kröfur sem plöntur gera til jarðvegs. Þá verður kennt hvernig á að bera sig að við upptöku trjágróðurs til flutnings, gróðursetningar og áburðargjöf.

Gengið er inn í Menntaskóla Kópavogs frá Digranesvegi um súlnainngang í vesturenda. Salurinn er á 3. hæð og er lyfta við inngang.

Kaffiveitingar, inngangseyrir 500 kr.

Allir velkomnir.