Skip to main content

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar: Opnun nýs útivistarsvæðis í Meltúnsreit

Með ágúst 29, 2015febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær bjóða til útihátíðar í skógarlundinum í Meltúnsreit á bæjarhátíðinni Í túninu heima, laugardaginn 29. ágúst kl. 11:00.

Tilefnið er formleg opnun á nýju útivistarsvæði í Meltúnsreit við Völuteig, sem er samvinnuverkefni Mosfellsbæjar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar í tilefni af 60 ára afmæli skógræktarfélagsins.

Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg.

– Mosfellskórinn syngur nokkur lög.
– Boðið verður uppá nýbakað lummur og svaladrykki.
– Kynnt verður tálgun úr tré.
– Náttúruleg leiktæki verða á staðnum fyrir börnin.

Aðkoma að svæðinu er frá Völuteig og með göngustígum í Teigahverfi.

Allir velkomnir.

meltunsreitur

X