Skip to main content

Skógræktarfélag Reykjavíkur fær gjöf úr Minningarsjóði Páls Gunnarssonar

Með janúar 15, 2010febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Fyrir skömmu barst Skógræktarfélagi Reykjavíkur styrkur að upphæð 500.000 krónur úr Minningarsjóði Páls Gunnarssonar. Það voru systkini Páls heitins sem afhentu styrkinn líkt og undanfarin ár, þau Áslaug, Hallgrímur og Gunnar Snorri. Skógræktarfélag Reykjavíkur kann þeim bestu þakkir fyrir.

Í Heiðmörk er minningarlundur um Pál, Pálslundur, sem er vestan við Vatnsveituveg og vel merktur.

palsgjof
Minnisvarði um Pál Gunnarsson í Pálslundi (Mynd: Sk.Rvk. www.heidmork.is)

 

X