Skip to main content

Skógræktarritið, 1. tbl. 2015, komið út

Með 3. júní, 2015febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Fyrsta tölublað Skógræktarritsins 2015 er komið út.

Að vanda er að finna í ritinu fjölda áhugaverðra greina um hinar ólíku hliðar skógræktar. Meðal annars er fjallað um tuttugu ára trjárækt í Deild í Fljótshlíð, nýtt birkiyrki – Kofoed að nafni, ræktun í lúpínubreiðum, þróun viðarnytja á Íslandi, Eldhraunsreitinn í Skaftáreldahrauni, vígslu minningarsteins um Jón Jósep Jóhannesson, frumkvöðul skógræktar á Skógum, notkun maríuskós í ræktun trjáa, lífbreytileika í samhengi skógræktar og einn af skógarfuglunum okkar – auðnutittling. Einnig er minnst Indriða Indriðasonar skógarvarðar.

Kápu ritsins prýðir verkið ,,Sumar“ eftir Kristínu Arngrímsdóttur.

Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni ritsins er því mjög fjölbreytt og víðtækt og má þar nefna umfjöllun um tiltekna skóga, staði eða trjátegundir, hinar ýmsu hliðar ræktunar og ræktunarskilyrða, skipulag skógræktar, rannsóknir, ferðasögur, viðtöl, minningagreinar og margt fleira.

Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er selt í áskrift og í lausasölu. Hægt er að gerast á áskrifandi með því að hafa samband við Skógræktarfélag Íslands í síma 551 8150 eða með því að senda póst á netfangið skog@skog.is.

skogrit2015-1