Skógræktarritið, seinna hefti 2013 er komið út

Með desember 19, 2013febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarritið, seinna hefti 2013, er komið út. Á kápu er fallegt mynd er nefnist „Vetur“ eftir Sigþór Jakobsson.

Að vanda eru fjölmargar áhugaverðar greinar í ritinu:

„Heiðursvarði um Eystein Guðjónsson frá Djúpavogi“, eftir Jón Geir Pétursson

„Tré ársins 2013“, eftir Brynjólf Jónsson

„Skógræktarritið í 80 ár“, eftir Einar Örn Jónsson

„Hellisgerði – Níutíu ára skrúðgarður“, eftir Jónatan Garðarsson

„Skógarmaðurinn“, eftir Guðríði Helgadóttur

„Kolefnisbinding í ungum lerkiskógi á Austurlandi“, eftir Brynhildi Bjarnadóttur

„Lygilegur árangur í skógrækt“, viðtal Einars Arnar Jónssonar við Barböru Stanzeit

„Trjágreinar I“, eftir Gísla Tryggvason

„Árhringjarannsókn á kastaníu í Belasitsa-fjöllum í Suður-Búlgaríu“, eftir Sævar Hreiðarsson og Ólaf Eggertsson

„Fjólubláa gullið – Felast vannýt tækifæri í lúpínunni?“, eftir Einar Örn Jónsson

„Hugleiðingar um stöðu birkisins í skógrækt“, eftir Þröst Eysteinsson

„Rauðavatnsstöðin – sögubrot af vandaðri girðingu“, eftir Bjarna Guðmundsson og Jón Geir Pétursson

„Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2013“, eftir Ragnhildi Freysteinsdóttur

„Skógarferð til Colorado“, eftir Ragnhildi Freysteinsdóttur

„Skógræktarárið 2012“, eftir Einar Gunnarsson

Að auki eru minningargreinar um Margréti Guðjónsdóttur, Odd Sigurðsson, Hjört Tryggvason og Gísla Pálsson.

Með ritinu fylgir til áskrifenda nýjasta Frækornið og fjallar það um gisjun.

Skógræktarritið er leiðarvísir fyrir alla er rækta tré og skóga og er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi. Það er því vettvangur allra áhugasamra um skógrækt og tengd efni og efnisumfjöllun því mjög fjölbreytt.

Skógræktarritið er selt í áskrift og í lausasölu á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands að Þórunnartúni 6, 105 Reykjavík, sími 551-8150, netfang skog@skog.is. Nýir áskrifendur fá tvö síðustu rit að gjöf. Að auki fylgir nú með fallegur smjörhnífur úr íslenskum viði. Nú er rétta tækifærið til þess að prófa áskrift!

Ef áskrifendur vilja gera athugasemdir, t.d. varðandi breytt heimilisfang, er hægt að senda þær á netfangið: skog@skog.is.

skogrit2013-2-forsida