Skip to main content

Skóm plantað

Með 15. febrúar, 2011febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Það hafa ýmsar aðferðir verið notaðar við sáningu fræja og gróðursetningu í gegnum tíðina. Hollenskt skófyrirtæki hefur komið fram með alveg nýja leið, með framleiðslu á skóm sem má grafa í mold eftir að hefðbundinni notkun lýkur og vex þá upp af þeim tré. Í skónum eru trjáfræ og er efni skónna þannig að það leysist upp í mold með tímanum.

Nánar má lesa um skóna á heimasíðu fyrirtækisins (hér).