Skip to main content

Sumardagurinn fyrsti hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum

Með apríl 24, 2014febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Opið hús verður sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi kl. 10:00-17:30. Hátíðardagskrá hefst kl. 14:00.

Í aðalbyggingu skólans fer fram Íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum, hægt er að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og pottaplöntusafninu, verkefni nemenda í skrúðgarðyrkju verða til sýnis í verknámshúsi og á útisvæði verður námskeið í torf- og grjóthleðslu.

Nýlega kom í hús önnur uppskera af kaffi úr bananahúsi skólans. Hægt verður að kaupa sér bolla af kaffi og smakka hvernig til hefur tekist, en hver bolli er sérmerktur og fylgir með í kaupunum.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands – www.lbhi.is.

X