Skip to main content

Sumarferð Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

Með ágúst 18, 2012febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar fer í sína árlegu sumarferð laugardaginn 18. ágúst. Farið verður að Úlfljótsvatni, skoðaður Ungmennafélagsreiturinn við Þrastarskóg, komið við í gróðrarstöð og skógurinn undir Hamrinum í Hveragerði skoðaður.

Lagt er af stað frá KFC í Mosfellsbæ kl. 10:00. Gert er ráð fyrir að koma til baka á milli fimm og sex.