Skip to main content

Sveppafræðsla fyrir byrjendur í Fossselsskógi

Með september 4, 2012febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir leiðbeinir um matsveppi í Fossselsskógi, þriðjudagskvöldið 4. september, kl 18:00, fólk hafi með sér hnífa og ílát.

Í lokin verða steiktir rjómalagaðar sveppir á pönnu og bornir fram á brauðsneiðum.

Fossselsskógur er sunnan við bæinn Vað, austan megin við Skjálfandafljót, á leið frá Kinn yfir í Aðaldal.  Fólksbílafæri.  Bílum lagt syðst í skóginum við áningarborð neðan Kvennabrekku.

Allir velkomnir.

Skógræktarfélag Suður Þingeyinga.