Skip to main content

Tíuþúsund trjáplöntur í Borgarnesi

Með maí 28, 2014febrúar 13th, 2019Skógargöngur

10BekkGsBorgarnesGrunnskólanemar í Borgarnesi gróðursettu í dag tíuþúsundustu trjáplöntuna í skógareit sem skólanum þar hefur verið úthlutað í verkefni á vegum Yrkjusjóðsins. Nemendur og skólinn í Borgarnesi hafa tekið þátt í Yrkjuverkefninu frá upphafi eða frá árinu 1992. Á landsvísu hafa alls 165 þúsund nemendur gróðursett liðlega 711 þúsund trjáplöntur á tæplega 25 árum.

Undanfarin ár hafa að jafnaði um eitt hundrað grunnskólar víðsvegar á landinu tekið þátt og allt að níuþúsund grunnskólanemar á hverju ári. Við gróðursetninguna var auk nemenda viðstaddur formaður Yrkjusjóðsins, Sigurður Pálsson skáld, ásamt forsvarsmönnum skólans og sóknarprestinum á Borg.   

X