Skip to main content

Trén í Laugardal – fræðsluganga

Með ágúst 22, 2013febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Fimmtudaginn 22. ágúst kl. 20 standa Grasagarðurinn, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Borgargarðar í Laugardal fyrir göngu þar sem ræktunarsaga Laugardalsins verður kynnt og trén og annar gróður skoðaður.

Um leiðsögn sjá þeir Gústaf Jarl Viðarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, og Hannes Þór Hafsteinsson, náttúrufræðingur og starfsmaður Borgargarða.

Gangan hefst við aðalinnganginn. Verið velkomin.